Útskriftartónleikar LHÍ
Birta Reynisdóttir

Birta Reynisdóttir lýkur bakkalárnámi í söng við Listaháskóla Íslands. Útskriftartónleikar hennar fara fram þann 28.nóvember kl.17:00 í Dynjanda, sal tónlistardeildar LHÍ, Skipholti 31.
Meðleikari er Matthildur Anna Gísladóttir. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

img_2749.png

Birta Reynisdóttir

Birta Reynisdóttir byrjaði nám við Listaskóla Mosfellsbæjar tíu ára gömul og lærði þar á fiðlu. Síðar meir hóf hún söngnám við sama skóla undir handleiðslu Heiðu Árnadóttur og lauk þaðan framhaldsprófi vorið 2020. Haustið sama ár innritaðist hún í söngnám við Listaháskóla Íslands, þar sem kennarar hennar hafa verið Dísella Lárusdóttir, Ryan Driscoll, Hanna Dóra Sturludóttir, Kolbeinn Jón Ketilsson, Kristinn Sigmundsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Stuart Skelton. Hún hefur sungið ýmis hlutverk í atburðum á vegum skólans, þar á meðal einsöng í Rappresentatione di Anima, et di Corpo eftir Cavalieri, Júnó í Orfeusi í undirheimum eftir Offenbach, og Þriðju dömu í Töfraflautinni eftir Mozart. Haustið 2021 tók hún þátt í tónleikunum Ljóð fyrir loftslagið á vegum Óperudaga, þar sem flutt voru ný tónverk eftir norræn tónskáld við texta um loftslagsbreytingar eftir norræn skólabörn.