Málstofa tónmíða // Flökkusinfónía: Una Sveinbjarnardóttir og Ólafur Björn Ólafsson

Gestir okkar að þessu sinni eru þau Una Sveinbjarnardóttir og Ólafur Björn Ólafsson. Á fyrirlestrinum munu tónskáldin veita innsýn í sköpunarferli Flökkusinfóníunnar, sýna myndir og hljóðdæmi og svara spurningum viðstaddra.

picture_1.jpg
 

Flökkusinfónían er sjö kafla tónverk fyrir sinfóníuhljómsveit eftir Ólaf Björn Ólafsson og Unu Sveinbjarnardóttur. Tónverkið er hluti af samnefndu myndlistarverki Gjörningaklúbbsins Flökkusinfónía eða Vagus Symphony. Tónskáldin skeyttu saman hinum ýmsu stílum og beittu fjölbreyttri tónsmíðatækni við tónsmíðarnar, en tónsmíðaferlið sjálft spannaði 4 ár. Verkið er samið fyrir stóra sinfóníuhljómsveit og rafhljóð auk sópransöngkonu, og var frumflutt í Eldborgarsal Hörpu þann 25. janúar 2024.
Á fyrirlestrinum munu tónskáldin veita innsýn í sköpunarferlið, sýna myndir og hljóðdæmi og svara spurningum viðstaddra.

Ólafur Björn Ólafsson er slagverksleikari og tónskáld og hefur mikla reynslu í að vinna þvert á listir, en hann hefur samið verk fyrir leikhús og skjámiðla og spilar nú með hljómsveitinni Sigurrós.

Una Sveinbjarnardóttir er fiðluleikari í SÍ og tónskáld. Hún hefur unnið með Björku, Atla Heimi Sveinssyni, Kammersveit Reykjavíkur og Strokkvartettinum Sigga. Una hefur samið kammertónlist
auk verka fyrir leikhús og skjámiðla. Bæði hafa tónskáldin unnið náið með Jóhanni Jóhannssyni heitnum.