ALENGAR SPURNINGAR / FQA

Hvernig veit ég hvort ég fæ hæfi?
Athuga inntökuskilyrði. Ef í vafa vinsamlegast hafið samband við deildarfulltrúa dagmar [at] lhi.is
 
Hvernig sæki ég um?
Hér sérðu allar upplýsingar um ferlið. 
 
Má nota síma til að taka upp?
Já, en mælt er með að skoða vel útkomuna - gæðin á mynd- og hljóðupptökunni.
 
Lesa meira

Dagur #3 Sviðslist

Dagur 3 og þá er það sviðslistadeildin sem veitir innsýn inn í starf deildarinnar. 

Hægt verður að fylgjast með Almari Blæ Sigurjónssyni & Erni Gauta Jóhannssyni 2 árs nema á Leikarabraut á Instagram.

Eins hefur heyrst að það gætu komið einhverjir leynigestir fram...

Svo minnum við á nýtt og gamalt en gott efni sem við ætlum að deila á Facebook. 

Kraftaverk - vinnustofa eftir Rakel Björk Björnsdóttur

Kraftaverk - vinnustofa er leikverk eftir Rakel Björk Björnsdóttur unnið á námskeiðinu Leikarinn sem höfundur.

Hjálpaðu mér upp...
Ég er orðinn leiður á að liggja hér...

Leikarar: Rakel Björk Björnsdóttir, Sara Ósk Þorsteinsdóttir, Silja Rún Sigurbjörnsdóttir & mamma
Leiðbeinandi: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Þakkir: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, amma & afi

Frítt inn en bóka þarf miða á Tix.is

Leikarinn sem höfundur - 3.ár leikara

Leikarinn sem höfundur er námskeið er byggist á því að nemendur takast á við verkefni sem reyna á færni þeirra í skapandi og fræðilegum vinnubrögðum, skilningi og yfirsýn. Í námskeiðinu vinna nemendur sjálfstætt undir handleiðslu kennara, sem að þessu sinni voru tveir - þeir Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Hilmir Jensson, að því að búa til einstaklingsverkefni sem þeir telja að endurspegli þá best sem listamenn í samhengi við sviðslistir samtímans. Nemendur fengu frjálsar hendur við val á viðfangsefni og nálgun og voru því ekki bundnir við fyrirfram gefið form eða innihald.

Söngkynning 3. árs leikaranema

Leikaranemar á lokaári við Listaháskóla Íslands bjóða ykkur í söngveislu í Gamla Bíói mánudagskvöldið 10. desember kl. 20:30.
 
Tónleikarnir bera yfirskriftina ,,Nótt í leikhúsinu" en lög úr mismunandi söngleikjum eru þema kvöldsins;
Kabarett
Mamma Mia
Túskildingsóperan
Síldin kemur
svo eitthvað sé nefnt.
 
Ekki láta þessa söng-, dans- og leikveislu fram hjá þér fara!
 
Miðpantarir eru á tix.is