Litla sviðslistahátíðin

 

Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands býður til sviðslistaVEISLU á nemendaverkum 2. árs nema dagana 11. - 17. maí.

Boðið er upp á einstaklingsverkefni sviðshöfunda, einleiki leikara, danskvikmyndir, kvikmyndaverkefni leikara og afrakstur vinnusmiðjunnar The extreme body.

 

Hér má finna dagskrá hátíðarinnar, miðapantanir (þegar það á við) eru á midisvidslist [at] lhi.is

Frítt er inn á alla viðburði.

 

Dagskrá

 

Kvikmyndir - 2.ár leikarar

Kvikmyndir 2. ár leikara

 

Leikaranemar á 2. ári munu sýna afrakstur 4 vikna námskeiðis í kvikmyndum undir stjórn Óskars Jónassonar.

 

Í námsskeiðinu fá nemendurnir tíu frekari þjálfun í kvikmyndaleik þar sem áhersla er lögð á tæknilega vinnu leikararns fyrir framan linsuna, allt frá undirbúningi til upptöku.

 

Afraksturinn verður sýndur miðvikudaginn 17.maí

Nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar.

 

Allir velkomnir

Einleikur

Leikararnemar á 2 ári sýna eigið höfundaverk

 

Leikaranemar á 2. ári sýna afrakstur Einleiks, 2 vikna námskeiðis,  undir leiðsögn Völu Ómarsdóttur í Kúlunni (í Þjóðleikhúsinu) og í Svarta sal (Sölvhólsgötu 13) föstudaginn 12. maí frá kl. 13 til 16:20.

Verkin eru eftir nemendurna sjálfa og eru 10 min. að lengd.

 

Miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is

Umsóknar- og inntökuferli á leikarabraut

​Umsóknarferli

Umsóknarferlið gengur þannig fyrir sig að fyrst er rafræn umsókn fyllt út, umsóknargjald greitt og umsókn staðfest. Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni. Athugið að ljósmynd af umsækjanda þarf að fylgja rafrænni umsókn.  Í rafrænu umsókninni gefst umsækjanda kostur á að tilgreina ástæður umsóknar, markmið, framtíðarsýn og fleira í stuttum texta.
 
Lesa meira