Blokkuð // Devised sýningar 3 ár leikara

Að búa í blokk er eins og að búa í sögu, hver íbúð er kafli með upphafi, miðju og í sumum tilfellum endi. Hver íbúi er sín eigin aðalpersóna og lifir í sínum eigin heimi sem hefur sín sérstöku lögmál, hver og einn hefur sín eigin leyndarmál og langanir. Einbúar í fjölbýli gera þögult samkomulag um mörkin á milli veruleika sinna -  en stundum mást línurnar út: Eitthvað hendir sem kemur öllum við. Einhver fer yfir strikið; setur pappír í moltuna,  eða spjallar of lengi á ganginum. 

Hvernig á að búa saman, en samt ekki? 

Söngkynning þriðja árs leikaranema í Þjóðleikhúskjallaranum

Verið velkomin á seinustu söngkynningu þriðja árs leikaranema næsta föstudag, 20. október í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 17:00.
Miðapantanir eru fríkeypis og fara fram í gegnum tix.is (ath. aðeins er hægt að taka frá einn miða í einu).
Bekkurinn tekur fjölbreytt sólólög og hóplög í bland. Kynningin er um 1,5 klst, ekkert hlé.
 
Kennari: Kristjana Stefánsdóttir

Platonov eftir Anton Chekhov - Leiktúlkun V

Verið velkomin á sýningu útskriftarnema af leikarabraut á verkinu Platonov eftir Anton Chekhov. Undanfarnar sex vikur hafa nemendur unnið að uppfærslunni í leikstjórn Shanga Parker.
 
Hvenær:
Fimmtudaginn 12. október 20:00
Föstudaginn 13. október 20:00
Laugardaginn 14. október 20:00
Sýningin er um 2 klst að lengd.
Hvar:
Listaháskóla Íslands - Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík

Trúðar leika Ödipus Konung

Í 2 vikur hefur 2 ár leikarabrautar undirbúið spuna sýningu sem trúðarnir þeirra leika.
Sýningin fer fram föstudaginn 28. október næst komandi klukkan 16:00 og 20:00 í stofu L141 að Laugarnesvegi 91
 
Lögmál sýningarinnar eru skýr, nemendur hafa ákveðið hvernig sýningin byrjar og hvernig hún endar en framvinda sýningarinnar er alveg óráðin. 
Hver trúður hefur sinn mónólog sem brennur á honum, eintalið er hans akkeri. 

Vigdís Halla Birgisdóttir

7._vigdis_halla_birgisdottir_viggahalla99gmail.com-7.jpg

mynd // owen fiene

 

Lesa meira