Málstofa - Maarten Verhoef

Maarten Verhoef er listrænn stjórnandi við ArtEZ og er meðlimur í Orkater, en þau eru öflugur tónlistarleikhúshópur. Hann verður gestur sviðslistadeildarinnar í málstofu föstudaginn 4. mars. Hann er hefur mikin áhuga á samþættingu ólíkra listforma og að þróa tónlistarleikhús. Hann er kominn hingað til lands að kynna sér íslenskt sviðslistalíf, hitta nemendur og ræða þróun tónlistarleikhúss.

Hér má sjá nánar um ArtEz https://www.artez.nl/en/ og Orkater https://www.orkater.com

Leikarinn sem höfundur

Dagana 19. - 21. febrúar sýna leikarar afrakstur námskeiðsins "leikarinn sem höfundur" sem stýrt var af Ragnheiði Skúladóttur.

Aðgangur er ókeypis á allar sýningarnar en fólki er bent á að taka frá miða hjá midisvidslist [at] lhi.is

 

KEF - AMS

Sigurbjartur Sturla Atlason sýnir nýtt íslenskt verk KEF - AMS í Smiðjunni. Sýningin er afrakstur fjögurra vikna áfanga sem kallast ‘Leikarinn sem höfundur" og er stýrt af Ragnheiði Skúladóttir.

Lokaverkefni leikara

29.apríl - 13.maí 2016

Hinir níu nemendur 3. árs, sem útskrifast með B.A. gráðu af leikarabraut Sviðslistadeildar vorið 2016, munu nú taka þátt í uppsetningu á heilu leikverki.

Þar fá þeir tækifæri til að samtvinna þá margvíslegu þekkingu, sem þeir hafa aflað sér á undangengnum þremur árum í fullburða sýningu, undir stjórn atvinnuleikstjóra. Æfingatímabilið er átta vikur og þá taka við sýningar.

Kurt Weill

Nemendur 3. árs leikarabrautar ljúka formlegu söngnámi sínu með söngdagskrá, sem unnin er uppúr Túskildingsóperunni, Happy End og Mahagonny eftir Kurt Weill og Berthold Brecht.

Einnig flytja þau sönglög úr söngleikjunum One touch of Venus, Lady in the dark og Happy End  eftir  Kurt Weill við texta eftir Ira Gershwin, Maxwell Anderson og Ogden Nash.

Um útsetningar og hljóðfæraleik sjá nemendur Tónlistardeildar LHÍ ásamt Kjartani Valdimarssyni sem einnig sér um hljómsveitarstjórn. Tónleikararnir munu fara fram í Smiðjunni, vikuna 14.-18. desember.

Devised

Nemendur 3. árs leikarabrautar sýna afrakstur sjö vikna námskeiðs í vinnu með aðferðafræði sem kölluð hefur verið „devised“, sem túlka má sem ólíkar samsetningar og sköpunaraðferðir við gerð leiksýninga.

Megináhersla er lögð á það ferli sem á sér stað þegar hópur listamanna kemur saman til að vinna sýningu frá grunni.

Eitt er vitað: Það verður haldið útí eyðimörkina með Jesú frá Nasaret, nýskýrðum, í leit að svörum við stórum spurningum. Við sögu koma kassettutæki, sem inniheldur spóluna "Greatest Hits" með hljómsveitinni Journey, ýmiskonar óvættir og tímaferðalangar.