Vegferð

Þrátt fyrir að vera agnarsmá lífvera og mikilvægur hlekkur í lífkeðjunni, þá eru áhrif myglusveppsins umfangsmikil í hinu byggða umhverfi.

Við erum sífellt að læra meira um hve heildstæð og bein áhrif myglusveppurinn hefur á heilsu og þar af leiðandi líðan fólks. 

Það fyrsta sem fólk þarf að gera þegar það uppgötvar myglu í húsnæði er að koma sér út úr húsnæðinu, en hvert getur það farið? 

Alveg eins og herinn tók yfir Hvalfjörðinn þá getur náttúran yfirtekið húsnæðin okkar. 

Getum við búið í betra samlífi með náttúrunni og byggt á þann hátt sem verndar heilsu bæði lífvera og náttúrunnar á sama tíma?