Margar aldir eru liðnar, og mátturinn lifir enn. Kaldaðarnes var helgistaður en einnig staður pílagríma á miðöldum á Íslandi, þar stóð kross sem talinn var hafa mikinn lækningarmátt.

Fólk lagði þangað leið sína úr öllum sveitum landsins. Saga svæðisins er endurvakin í áningarstað í Kaldaðarnesi fyrir ferðalanga sem þrá lækningu og nýtt upphaf. Gangan táknar lífsleiðina og áningarstaðurinn upphaf og endi. Leiðin liggur yfir eldbelti Íslands, milli jökla, hárra tinda, auðna og dala. Hönnun staðarins er hlykkjótt göngubrú sem vísar á helstu jökla og tinda sem gengið er meðfram í pílagrímsgöngunni.

Auk þess fær hún ferðalanginn til þess að staldra við í augnablikinu og upplifa frumefnin fjögur sem mæta sjónum hans við hvert fótmál.  

Ólavía Rún Grímsdóttir

Ólavía Rún Grímsdóttir , by Margret Seema Takyar

Ólavía Rún Grímsdóttir

Ólavía Rún Grímsdóttir , by Margret Seema Takyar

Ólavía Rún Grímsdóttir

Ólavía Rún Grímsdóttir , by Margret Seema Takyar

Ólavía Rún Grímsdóttir

Ólavía Rún Grímsdóttir , by Margret Seema Takyar

Ólavía Rún Grímsdóttir

Ólavía Rún Grímsdóttir , by Margret Seema Takyar