Hæ aftur! 
 Mér fannst best að segja þér frá verkefni sem ég er að vinna að í augnablikinu af því að það veldur því að ég verði klædd í Mjallhvítarkjól á fundinum okkar. Fyrir nokkrum vikum var ég á Siglufirði, litlum bæ á norðurhluta Íslands, í tveggja vikna langri vinnusmiðju. Fljótlega frétti ég að hin ‘upprunalega’ Mjallhvít væri frá þeim bæ. Í stuttu máli, þá var kona að nafni Kristín Sölvadóttir frá Siglufirði sem var ástkona Charles Thorsson myndasöguteiknara hjá Disney. Hann á að hafa teiknað andlitið hennar þegar hann var beðinn að teikna Mjallhvíti fyrir fyrirhugaða bíómynd árið 1934. Eftir að hafa skrifað um verkið þitt Real Snow White í BA ritgerðinni minni og síðan kynnst þessari sögu þegar ég kom til Siglufjarðar stuttu eftir, þá fann ég mig knúna til þess að gera verk um Mjallhvíti. Ég fékk lánaðan kjól frá konu sem hefur mikinn áhuga á sögunni um ‘upprunalegu’ Mjallhvíti og ég tók þá ákvörðun að klæðast kjólnum næstu hundrað dagana eða fram að útskriftarsýningunni minni í maí. Ég mun skrásetja þessa reynslu næstu mánuðina og kannski mun ferlið verða partur af útskriftarverkinu mínu. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki viss hvort ég ætti að vera í kjólnum á fundinum okkar, en ég hef ákveðið að halda mér við ákvörðunina. Mér fannst samt betra að láta þig vita. 
  
Hlakka til að sjá þig á fimmtudaginn. 
Bestu kveðjur, 
Anna Margrét 
 
Takk fyrir að láta mig vita :) auðvitað ættiru einnig að klæðast kjólnum á fundinum. Hlakka til að sjá kjólinn og að heyra frá reynslunni þinni í honum. 
Bestu kveðjur, Pilviu