Tilraunatónlist í Norræna húsinu 

Verpa eggjum er samstarfsverkefni milli Norræna hússins, Mengi og Listaháskóla Íslands. Tónleikarnir fara fram fimmtudagskvöldið 10. janúar kl. 20. Ókeypis aðgangur.

raust//kliður/rómur

Efnisskrá 
  • Peter Ablinger: Piccolo und Rauschen
  • Peter Ablinger: Voices and Piano (Guillaume Apollinaire)
  • Einar Torfi Einarsson: stilla #1
  • Peter Ablinger: Voices and Piano (Agnes Gonxha Bojaxiu (Mother Theresa))
  • Else Marie Pade: Etude I  
  • James Saunders: all the things we make you do  

Flytjendur

  • Berglind María Tómasdóttir
  • Einar Torfi Einarsson
  • Tinna Þorsteinsdóttir

Markmið tónleikaraðarinnar Verpa eggjum er að kynna og flytja tilraunatónlist sem sækir innblástur að stórum hluta í arfleifð John Cage, Pauline Oliveros, Christian Wolff og fleiri sem settu svip sinn á tónlistarsögu 20. og 21. aldar svo um munar. Það er þessi heimur tilraunatónlistar sem Verpa eggjum byggir á.

Tilraunatónlist vísar í eðli tónlistarinnar sem oft felur í sér rannsókn þar sem óvissa ríkir um útkomuna sem er oft alls ekki aðalatriðið. Framkvæmd verksins og hvernig að henni er staðið skapa meginforsendur tónlistarinnar.

Listræn stjórnun:

  • Berglind María Tómasdóttir
  • Einar Torfi Einarsson
  • Erik DeLuca

Samstarfsaðilar:

  • Listaháskóli Íslands
  • Mengi
  • Norræna húsið

Verpa eggjum er styrkt af Tónlistarsjóði
Næstu tónleikar verða haldnir 15. mars kl. 15:00.