Einkasýning Hólmfríðar Guðmundsdóttir opnar fimmtudaginn 15. október kl. 17:00 – 18:00 í Kubbnum Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:30 sem nálgast má HÉR

Litróf

Sýningin Litróf er svar Hólmfríðar við endurteknum spurningum um hvaða lit hún sjái, algeng spurning beind að litblindu fólki. Sýningin er sett upp sem einföldun á flóknu líffræðilegu fyrirbæri, nú komið í listrænan búning. Í verkunum er litum raðað upp á nýtt og settir upp í persónulegt litakerfi listamannsins. Ef mikilvægi litar spilar stórt hlutverk í því hvernig við skynjum umhverfi okkar er sá litblindi að missa af? 

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist