Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í BA myndlist, alls 23 talsins.

Á hverjum fimmtudegi frá 1. október - 26. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. ATH vegna núverandi aðstæðna verða sýningarnar aðgengilegar almenningi í gegnum lifandi streymi og verður það auglýst sérstaklega fyrir hverja sýningu fyrir sig.

Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur, þar vinna nemendur sjálfstætt að eigin listsköpun þar sem áhersla er lögð á þróun hugmynda, úrvinnslu þeirra og framsetningu. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn Jónasson Auðarson, Sindri Leifsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Erling Klingenberg.

Dagskrá:

1. okt - Hulduland - Bragi Hilmarsson
1. okt - Kubburinn - Heiðrún Sæmundsdóttir 

8. okt - Hulduland - Matthildur Sigrúnardóttir
8. okt - Kubburinn - Diljá Þorvaldsdóttir

15. okt - Naflinn - Brák Jónsdóttir 
15. okt - Hulduland - Fríða Katrín Bessadóttir
15. okt - Kubburinn - Hólmfríður Guðmundsdóttir

22. okt - Naflinn - Katrín Gunnarsdóttir
22. okt - Hulduland - Erla Daníelsdóttir
22. okt - Kubburinn - Joe Keys

29. okt - Naflinn -  Kristín Einarsdóttir
29. okt - Hulduland - Sunna Austmann Bjarnadóttir
29. okt - Kubburinn - David Iñiguez Mangado

18. nóv - Naflinn - Mio Storaasen Högnason
18. nóv - Hulduland - Róbert Risto Hlynsson
18. nóv - Kubburinn - Maria Meldgaard

24. nóv - Naflinn - Högna Heiðbjört Jónsdóttir
24. nóv - Hulduland - Julia Zakhartchouk
24. nóv - Kubburinn - Þórunn Dís Halldórsdóttir

30. nóv - Naflinn - Andrea Hauksdóttir
30. nóv - Hulduland - Ástríður Jónsdóttir
30. nóv - Kubburinn - MARA