Einkasýning Sísíar Ingólfsdóttur opnar laugardaginn 1. febrúar kl. 17:00 – 19:00 í RÝMD, Völvufelli 13-21. Sýningin er í röð einkasýninga MA útskriftarnema við meistaranám myndlistardeildar Listaháskóla Íslands vorið 2020.

Afsakið að ég sé að draga ykkur hingað
Opnartímar: 2. og 5. febrúar 15-19 og 7. febrúar kl. 17-21 (LOKAPARTÍ)

Afsakaðu hvað ég kom snemma. Afskaðu að ég hringdi ekki aftur. Afskaðu allt sem ég hef látið ósagt. Afsakaðu allt draslið. Afsakaðu vísareikninginn. Afskaðu hvað við erum mörg. Fyrirgefðu hvað ég afsaka mig mikið.

Ég verð að fara halda áfram með líf mitt og hætta að biðjast afsökunar á öllu, nema auðvitað þegar ég hef rangt fyrir mér, þá er ég virkilega sorrí.

Sísí Ingólfsdóttir (f. 1986 í Reykjavík) myndlistarmaður hefur verið upptekin af kynjahlutverkum og birtingarmyndum þeirra undanfarin misseri. Ásamt sögu femínisma og hverskonar geðröskun. Hún er með BA gráðu í Listfræði frá Háskóla Íslands en hefur einnig lært leiklist í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Allar einkasýningar MA nema | Facebook viðburður