Einkasýning Róberts Risto Hlynssonar opnar fimmtudaginn 18. Nóvember kl. 17:00 – 18:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:30 sem nálgast má HÉR.

Lífið

Þetta er frekar dramatískt.

Tillitslaust og dónalegt.

Líklegast væri skynsamlegast.

Flugurnar þær sprikla um.

Grimm örlög okkar.

Einhverskonar aðstæður sem búa til einhverskonar aðstæður?

Þá höfum við það, lífverur.

Eitthvað týpískt úr blákápu.

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist