Þú veitir mér einhvers konar djúpsjávar sálarnautn
Maríanna Dúfa Sævarsdóttir

Sýning Maríönnu Dúfu Sævarsdóttur ,,Þú veitir mér einhvers konar djúpsjávar sálarnautnr" opnar í Naflanum þann 14.október kl.17:00.

Þú veitir mér einhvers konar djúpsjávar sálarnautn Undir hrauninu streyma ótal lækir, leiðir þeirra stefna til okkar. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar. Allt þetta vatn. Skyldi það vera hér sem allt vatn endar; á Vatnsleysuströnd? Þú tekur stefnuna til mín, hún er móeygð, villt og jarðaberja rauð. Blóðughadda, þú veitir mér einhvers konar djúpsjávar sálarnautn.

Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi

Á tímabilinu 30. september - 2. desember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist