Einkasýning Katrínar Gunnarsdóttur opnar fimmtudaginn 22. október kl. 17:00 – 18:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:30 sem nálgast má HÉR.
 

SKYNVÍDD

Þú kemur inn
og eina sem þú heyrir
er yfirgnæfandi hljóðið
í flúorperunum

Þú skynjar það
með eyrunum
með snertingu
ögraðu víddum skynjunarinnar

Vinsamlegast
komdu þér fyrir á pallinum
og finndu fyrir hljóðinu
í flúorperunum

Í sýningunni eru skoðaðir mismunandi möguleikar á skynjun manneskjunnar á hljóði. Unnið er með hljóð rýmisins sjálfs þar sem áhorfandanum er gert kleift að komast í snertingu við hljóðið á sama tíma og hann heyrir það.

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 18 á fimmtudögum.

Facebook / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist