Ný umferð
Árni Vilhjálmsson

Ein umferð af málningu er alls ekki síðri en tvær.
Það er ekki hægt að mála umferð númer tvö fyrr en sú fyrsta hefur verið máluð.
Og ekki er hægt að byrja á þeirri þriðju fyrr en önnur umferð er þornuð.
Sumir litir kalla á fjórar ef ekki fimm umferðir.
Fyrsta umferð þýðir algjör umskipti fyrir ómálaðan vegg.
Einhverjir fletir þurfa jafnvel sex umferðir svo full umskipti geti átt sér stað.
Er ekki ný umferð alltaf númer eitt?
Af hverju kalla hana aðra umferð eða þriðju umferð?
Og hvað með gegnsæja málningu?
Er gegnsæi eitthvað síður mikilvægt á myndfleti en í samfélaginu?
Talað er um að önnur umferð breyti litnum.
En hvenær er ný umferð nýtt lag?
Er það þegar annar litur verður fyrir valinu?
Er það háð tímasetningu á umferðum?
Hvernig metur maður rétt magn af umferðum?
Þar sem talið er að full umskipti hafa átti sér stað.

Facebookviðburður

arni_vil-poster_arni_vilhjalmsson.jpeg

Árni Vilhjálmsson

Árni Vilhjálmsson er á síðasta ári í myndlist.