Afi Bergur. Sambandið var náið og einstakt. Rithönd hans var falleg og er ein stoð í hönnun línunnar ásamt rauðum sem var hans uppáhalds litur. Línan endurspeglar áhugamál hans og sterkan persónuleika. Sjálfsöryggi og fyrirmyndir úr íþróttasögunni tengjast heildarmyndinni. Sterkar tilfinningar og söknuður voru stór hluti af ferlinu í byrjun. Ég veit að afi Bergur hefði verið stoltur og ánægður með nafna sinn. Ég trúi því að hann sé að fylgjast með mér þar sem hann er núna.