Ásta Þórðardóttir
Brjánslækur

 

Hönnun byggingarinnar sækir innblástur úr nærliggjandi umhverfi hafnarinnar, annars vegar í sker sem standa við höfnina innar í Vatnsfirðinum og hins vegar í fjallgarðana ofan við höfnina. Byggingin stendur líkt og sker á höfninni sem mætir reglulegum straumi fólks og farartækja sem fara um höfnina. Áhersla var lögð á að móta þennan straum. Þannig stjórnar lögun byggingarinnar og innra skipulag hennar flæði fólksins og farartækjanna með ólíkum farvegum um höfnina og í gegnum bygginguna.

Í verkefninu er verið að kljást við spurninguna um það hvernig náttúran og manngert umhverfi mætast og hvernig hið manngerða getur með tímanum orðið hluti af náttúrunni í hugum okkar. Þannig rís byggingin upp úr jörðinni úr vestri, vex, umbreytist og verður á endanum að hörðum, lóðréttum veggjum við hafnarplanið.

The building is inspired by elements from the surrounding nature. On one hand the skerries near the harbour further in the fjord and on the other hand the mountain range above the harbour. The building sits on the harbour like a skerrie, around which the regular current flows. How the current of people and vehicles that traverse the harbour could be shaped was one of the main motifs. The form of the building and planning aim to control and create different channels on the harbour and through the building.

The interaction between man-made structures and nature and how the man-made can, with time, become a part of nature was also a point of inspiration. The building therefore rises from the ground from the west, grows and slowly transforms into dense, vertical walls.