Einkasýning Högnu Heiðbjartar Jónsdóttur opnar þriðjudaginn 24. nóvember kl. 17:00 – 18:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:15 sem nálgast má HÉR.

Covid Kvittun

Covid Kvittun er sýning um hamskipti kassakvittana sökum Covid-19 faraldursins. Augnablik tilviljana eru fönguð í kvittununum sem hér birtast; þær breytast í svart-hvítar abstrakt myndir vegna sýrunnar í sprittinu. Það sem annars hefði verið rusl og hluti af hverfulleika hversdagsins hefur verið varðveitt sem heimild og mynd af samtímanum.

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Í hverri viku opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist