Málstofur meistaranema í listkennslu- miðvikudaginn 24. maí, 14:00-17:00
 
Meistaranemar í listkennslu kynna lokaverkefni sín í opnum málstofum sem fara fram í húsnæði listkennsludeildar, Laugarnesvegi 91.
 
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
 
Meistaraverkefni listkennsludeildar eru með margvíslegu móti. Í formi fræðilegra ritgerða, nýs námsefnis, viðburða á vettvangi, eigindlegra rannsókna eða listsköpunar þar sem aðferðum rannsókna er beitt. Verkefnin tengjast öll kennslu eða miðlun á listum á einhvern hátt.
 
Kynningarnar verða með fjölbreyttu sniði; fyrirlestar, sýning, sýnikennsla, leiðsögn, myndlistarverk ofl.
 
DAGSKRÁ

 

14:00-14:20 Auður Björnsdóttir, grafískur hönnuður
Getur notkun rafbóka verið valdeflandi fyrir lesblinda nemendur?
Tilfellarannsókn í Snælandsskóla.
Leiðbeinandi: Ingimar Ólafsson Waage. 

 

14:20-14:40 Ásdís Kalman, myndlistarmaður
Börn í tómarúmi.
Listasmiðjur fyrir hælisleitandi börn og ungmenni.
Leiðbeinendur: Ásthildur Björg Jónsdóttir og Ellen Gunnarsdóttir.

 

14:40-15:00 Dagrún Magnúsdóttir
Sagnavefurinn.
Miðlun menningararfs.
Leiðbeinendur: Ásthildur Jónsdóttir og Ellen Gunnarsdóttir

 

HLÉ 15:00-15:20

 

15:20-15:40 Nicholas Candy Leikari/sirkuslistamaður
Stretching and Strengthening Circus Teaching in Iceland.
Rannsókn í þróun 'Æskusirkus'.
Leiðbeinandi: Bjarni Snæbjörnsson.

 

15:40-16:00 Elín Sveinsdóttir, leikkona 
Hver voru áhrif braggamenningar á íslenskt samfélag á 20. öld?
Braggasamfélagið í Reykjavík - Leiklistarkennsla
Leiðbeinandi: Ása Helga Ragnarsdóttir.

 

16:00-16:20 Guðbjörg Hilmarsdóttir, söngkona
Hópkennsla í söng: áfangi fyrir íslenska framhaldsskóla.
Starfendarannsókn. 
Leiðbeinandi: Þóra Einarsdóttir.
 
16:20- 16:40 Auður Guðjohnsen, söngkona
 
Sönglög fyrir börn
Söngur í skólastarfi
Leiðbeinandi: Kristín Valsdóttir
 
Einnig verður sýning á verkum nemenda úr námskeiðinu Kennarinn – Listamaðurinn  og að málstofum loknum býður listkennsludeild til fagnaðar, sjá nánar hér
 
Málstofustjóri er Gunndís Ýr Finnbogadóttir.