Meistaranemar frá Listkennsludeild Listaháskóla Íslands kynna lokaverkefni sín í málstofum sem fara fram í húsnæði listkennsludeildar, Laugarnesvegi 91.

Ókeypis er á málstofuna og er hún öllum opin. 

Meistaraverkefni listkennsludeildar eru með margvíslegu móti. Í formi fræðilegra ritgerða, nýs námsefnis, viðburða á vettvangi, eigindlegra rannsókna eða listsköpunar þar sem aðferðum rannsókna er beitt. Verkefnin tengjast öll kennslu eða miðlun á listum á einhvern hátt.

Dagskrá:
11:00 - 11:20 Ragna Skinner
Biophilia – að hugsa út fyrir boxið og fara á flug: Upplifun af kennslu Biophilia-menntaverkefnisins á miðstigi grunnskólans og áhrif þess á skólaþróun.
Leiðbeinandi: Kristín Valsdóttir

11:20 - 11:40 Halldór Sveinsson
Glamrað til gagns – Æfingar til notkunar spuna í píanókennslu.
Leiðbeinandi: Kristín Valsdóttir

11:40 - 12:00 Auja Ninja / Auður Ragnarsdóttir
Dans og heilbrigði – Þáttur heilsunnar á nútímadansbraut framhaldsskóla.
Leiðbeinandi: Ellen Gunnarsdóttir

Málstofustjóri er Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Málstofur meistarnema- viðburður á Facebook