Einkasýning Báru Bjarnadóttur, Þú verður ekkert votari af þessu frekar en orðinu vatn, opnar fimmtudaginn 20. október kl.17:00 – 20:00 í Skúrnum. Skúrinn er að Laugarnesvegi 91, austan við aðalbyggingu. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Digital Bath

Leir
Samsung S5 sími
Youtube lagalisti: “Digital Bath”

Í tómri sundlaug spilar hljómsveitin Deftones lagið Digital Bath. “Heild ófrísk af merkingu en ekki tilfinning með bilum á milli”[1] sagði fyrirbærafræðingurinn Maurice Merleau-Ponty.[2]

[1] A whole pregnant with meaning not a sensation with gaps in between.
[2] Merleau-Ponty, Maurice. Phenomenology of Perception (London: Routledge, 2003).

 

Og sú stund mun vera jafn mikilvæg og allar aðrar í mannkynssögunni

Myndband 04:03
 
Í matreiðsluþætti á Netflix[1] var sagt að uppgötvun eldsins hafi verið fyrsta skrefið í aðskilnaði manna frá öðrum dýrum. Titill verksins kemur frá bók um internetið[2] en ég týndi nákvæmu heimildaskráningunni.

[1] Cooked, 1. þáttur, 1. sería.
[2] Ritstj. Spiller, Neil. Cyber Reader: Critical Writings for the Digital Era (London: Phaidon, 2002).

 

Dada Data

Hraðsuðuketill
gleraugu
plexigler
leir
vatn

Meðalmaðurinn skilur hvorki né skynjar flókna uppbyggingu tækjanna sem hann notast við daglega.[1] Að manngera tæki er í eðli okkar enda sjáum við andlit út úr næstum öllu. Að svitna á efri vörinni yfir gögnum gærdagsins er mannlegt, ekki tæknilegt.[2]

[1]“The technological plane is abstraction: in ordinary life we are practically unconscious of the the technological reality of objects”. Baudrillard, Jean, The System of Objects
(London: Verso, 2005). Bls. 3.
[2]Gögn er íslensk þýðing orðsins data.

 

Fear of Missing out, eða FOMO, er heiti yfir kvíðann sem við upplifum í ótta við að missa af einhverju. Algengast er að upplifa FOMO á samfélagsmiðlum þegar vinir deila myndum af sér við skemmtilegar aðstæður sem þolandinn tekur ekki þátt í. 

FOMO táknar lykilatriði í sambandi okkar við internetið. Við sjáum brot af raunverulegum atburði og speglum það ósíað á okkar eigin aðstæður. Oft gleymist að huga að samhengi hlutanna og ritskoðun sýndarheims sem við notum til að refsa okkur fyrir að vera ekki nógu dugleg að blanda geði og ferðast um heiminn.

Þú verður ekkert votari af þessu frekar en orðinu vatn er fyrsta einkasýning Báru Bjarnadóttur.


Facebookviðburður sýningarinnar.

Á tímabilinu 13. október - 24. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 18 sýningar

Á hverjum fimmtudegi frá 13. október - 24. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum Laugarnesi; í Naflanum sem er inn í miðju skólans, í Kubbnum á annari hæð og síðast en ekki síst í Skúrnum sem sendur fyrir utan húsið austanmegin. Opnanir eru frá kl.18 - 21 á fimmtudögum. Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Heklu Daggar Jónsdóttur. Kennarar ásamt Heklu eru Unnar Örn og Sindri Leifsson.

Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist.