Ágústa Björnsdóttir
 babykiller666

 

Ef ég kafa nógu djúpt inn í sjálfa mig enda ég í heimi sem er í raun og veru ekki til. Þennan heim dreg ég síðan upp í veruleikann þar sem hann umbreytist í vangaveltur og hugmyndir á blaði. Blaðið endar síðan í bók einni. Sú bók er oftar en ekki yfirfull af skissum sem ég reyni að halda í skefjum á meðan ég reyni að finna svör við öllum mínum heimsins vandamálum. Bókin myndar síðan heim sem er hlaðin ósýnilegum orðum frá litlum sviplausum verum sem stara út í loftið. Orðin umkringja þær og að lokum heiminn allan.

Undirbúum okkur því fyrir ferðalag í gegnum marga heima sem leiðir okkur síðan á sama stað og við byrjuðum á. Gerum ráð fyrir því að ferðast í á bleiku skýi sem grípur í endann á sér þannig að við ferðumst í hringi. Heimarnir endurtaka sig síðan aftur og aftur, nákvæmlega, endalaust. Fyrir alla muni skulum við þó passa okkur á hefðbundnum hugsunum því þær geta leikið á okkur. Komum okkur frekar á óvart.