Sneiðmynd 2019

Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar Hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í námskeiðum við deildina.

Í vor eru það kennarar í MA námi í hönnun og arkitektúr sem kynna rannsóknir sínar og verkefni.

Rannsóknir
Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
 
MA Hönnun
MA nám í hönnun við Listaháskóla Íslands fer fram í og byggir á tilraunakenndum vinnustofum. Yrkisefni ímyndunaraflsins og aðkallandi verkefni í samtímanum eru höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst með sérkenni Íslands í því skyni að skilja umheiminn og ólíkar tengingar milli hins staðbundna og þess alþjóðlega. Viðfangsefni námsins snúast um veruleikann eins og hann mætir okkur, áður óþekkta valkosti og framtíðarmöguleika.
 
BA Arkitektúr
Á námsbraut í arkitektúr takast nemendur á við margvísleg verkefni sem snerta bæði umhverfi og samfélag. Sérstök áhersla er lögð á að skoða byggingar í ljósi staðaranda og upplifunar og greina það fjölbreytta samhengi sem hver og ein bygging er hluti af. Nemendur takast á við verkefni á sviði borgarskipulags og borgarfræða en rannsaka einnig hvernig arkitektúr hefur áhrif á náttúru og samélag. Verkefni nemenda mótast bæði af íslensku umhverfi og alþjóðlegu samstarfi.
 
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
Hádegisfyrirlestrarnir eru í sal A í húsnæði Listaháskólans að Þverholti 11.
 

Dagskrá

12. febrúar 2019
Ecosystems & Hallucinations  - Thomas Pausz,
lektor í hönnun við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
19. mars 2019
Barbara, a Tale of Transformation - Garðar Eyjólfsson
dósent í hönnun og fagstjóri MA náms í hönnun við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
 
9. apríl 2019
Architecture in the Cthulocene  - Massimo Santanicchia
dósent og fagstjóri námsbrautar í arkitektúr við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands