Miðvikudaginn 29. mars kl.12:15 heldur Elisa Palomino fyrirlestur í GESTAGANGI, fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, í fyrirlestrasal A í Þverholti 11.

Elisa Palomino hefur starfað við tísku í 25 ár, meðal annars sem yfirmaður stúdíós John Galliano, hjá Christian Dior, Diane Von Furstenberg, Roberto Cavalli og Moschino. Hún hefur stýrt The Fashion Print department við Central St Martins frá árinu 2012 og haldið fyrirlestra í alþjóðlegum háskólum á borð við Polimoda, Flórens; the Royal Danish Academy of Fine Arts, Kaupmannahöfn; San Francisco’s Academy of Art University; the Fashion Institute of Technology, New York; Shenkar University, Tel Aviv; Bunka Tokyo; Seville University, IED, Madrid; and the Academy of Arts, Architecture and Design, Prag.

Markmið Elisu er að miðla ástríðu og aga frá starfsárum sínum í tískuheiminum. Hún vill veita nemendum sínum innblástur og hvetja þá til að afla sér reynslu af alþjóðlegum vettvangi til að auka færni, læra tungumál og sækja sér alþjóðlega þekkingu til að taka með sér aftur heim. 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn almenningi

Facebook viðburður