Handan við hornið

Hrafnkell Tumi Georgsson
 
Sýning Hrafnkels ,,Handan við hornið ​"  opnar í Naflanum þann 11. nóvember kl. 17:00
 
Hvað mun taka á móti þér handan við hornið?
Eitthvað óþekkt?
 
Þú þekkir hornið vel, þú gekkst fram hjá því þegar það var reist, án þess að vita  að það yrði fastur liður í þínu daglega lífi og sviðsmynd alls sem átti eftir að eiga sér stað.
Þú sást það verða til og þú veist úr hverju það samanstendur.
Hugurinn leitar í nýjustu minningu þess sem hefur átt sér stað hinum megin við það. Muntu mæta sömu aðstæðum og seinast eða muntu sjá eitthvað nýtt? Eitthvað óþekkt? Kannski hefur allt handan við þetta horn hætt að vera til?
Þú færð að vita það handan hornsins.
 
Röð einkasýninga myndlistarnema á BA stigi
Á tímabilinu 30. september - 2. desember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.
Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.