10. maí kl. 18:00
Sölvhóli

Í lokaritgerðinni minni fjallaði ég um vöðvanotkun hljóðfæraleikara og velti því fyrir mér hvort líkamsrækt geti bætt tónlistarflutning. Síðustu vikur hef ég verið með nokkra nemendur úr tónlistardeild Listaháskólans á sérútbúnu styrktarprógrami sem innhalda aðallega æfingar sem styrkja þá vöðva sem mest eru notaðir við tónlistarflutning og mun ég meðal annars sýna afrakstur þeirrar vinnu. Einnig mun ég leiða hópinn í gegnum frumsaminn lykkjuspuna auk þess sem að Sergei Rachmaninoff fær að finna fyrir því.

Bjarmi lauk framhaldsprófi á píanó við tónlistarskólann á Egilsstöðum vorið 2013 undir leiðsögn Zigmas Genutis og hóf nám í Skapandi Tónlistarmiðlun við Listaháskólann sama haust. Hann hefur í gegnum námið sótt píanótíma hjá Nínu Margréti Grímsdóttur.
Bjarmi hefur hefur frá 16 ára aldri haft mikinn áhuga á líkamsrækt og í seinni tíð stundað ólympískar lyftingar með ágætum árangri.

Þátttakendur í Crescendo Styrktarþjálfun/hljóðfæraleikarar í lykkjuspuna eru:

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðla
Heiður Lára Bjarnadóttir, selló
Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló
Leif Kristján Gjerde, píanó
Magnús Daníel Budai Einarsson, píanó