Vinnusmiðja með bengölsku söngkonunni Rezwana Choudbury Bannya í Flyglasal tónlistardeildar LHÍ, mánudaginn 14. maí nk. frá 12:15 - 13:30.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Rezwana Choudhury Bannya er ein virtasta söngkona Bengals (Austur Indlands og Bangladess). Hún er sérstaklega þekkt fyrir flutning sinn á svokölluðum Rabindrasangit-verkum sem endurspegla hefð indverskrar klassískrar tónlistar og ljóðalistar. Hún stofnaði og rekur sjálf hinn virta Shurer Dhara söngskóla í Dhaka, höfuðborg Bangladess, en samhliða því starfi vinnur hún sem fagstjóri við University of Dhaka.

Prófessor Choudhury er afar afkastamikil söngkona; hún hefur unnið til margra verðlauna, heldur árlega fjölmarga tónleika um allan heim og hefur gefið út fjölda geisladiska. 

Við hvetjum ykkur til að missa ekki af þessu einstaka tækifæri.

https://www.youtube.com/watch?v=FEti5FN7fTk
https://www.youtube.com/watch?v=LEJs2A3RKdQ