Útskriftartónleikar Söru Blandon frá LHÍ fara fram miðvikudaginn 1. maí kl. 21 í Tjarnarbíói. Ókeypis aðgangur og öll hjartanlega velkomin.

Vögguvísur fyrir vandláta

Er erfitt að sofna?
Sara syngur þig í svefn. Hún segir þér kannski sögur.

Hljómsveit:
Sóley Stefánsdóttir, píanisti
Loftur S. Loftsson, bassaleikari
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, trymbill

Andlegir leiðbeinendur: Guðfinna Gunnarsdóttir og Sóley Stefánsdóttir.

Sara hefur alla tíð reynt að flýja tónlistina en hefur ekki tekist það hingað til. Hún hóf upp raust sína um leið og hún leit heiminn og hefur ekki þagnað síðan.

Svo leið tíminn. Foreldrarnir ákváðu að setja hana í söngnám á sextánda aldursári til að reyna að tempra gólið heimavið. 

Söngnámið, sem var af klassískum toga, fór fram í Tónlistarskóla Eyjafjarðar undir handleiðslu Þuríðar Baldursdóttur í fjögur ár.
Leiðin lá svo suður þar sem Sara hóf jazznám í FÍH en hætti því og lagði á flótta undan tónlistinni.

Árin liðu enn frekar. Hún byrjaði í hljómsveit, hún hætti í hljómsveit, hún brá sér að nýju í nám í FÍH og útskrifaðist þaðan vorið 2016. 
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir leiddi Söru í gegnum allan sannleikann um jazzsöng.

Haustið 2016 hóf hún nám í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands og nú virðist sem því námi sé að ljúka. Hún hefur haft laga- og textasmíðar sem aðalgrein undir handleiðslu Sóleyjar Stefánsdóttur og Péturs Þórs Benediktssonar.

Sara kennir við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og í Tónsölum í Kópavogi. Samhliða vinnur hún hjá Barnavernd.

Verkefnið er hluti af Útskriftarhátíð LHÍ.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
18:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
19:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Katrín Arndísardóttir, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)