Sýningin UNDIRLJÓMI opnar í Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 11. mars og stendur til sunnudagsins 16. apríl 2023.
Sýningarstjórar eru Daria Testoedova, Elise Bergonzi og Hannah Zander sem allar stunda meistaranám í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Nánd við samvirk tengsl á milli líkama okkar, huga og umhverfis er beisluð líkt og orka í listsköpun Carissu Baktay, Claire Paugam, Claudiu Hausfeld, Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur, Hye Joung Park, Iðu Brár Ingadóttur og Þórdísar Erlu Zoëga á sýningunni UNDIRLJÓMI.
Upptök orkunnar er ósæ nálægð við hversdagsleg yfirborð og flæðandi glýpt á milli þeirra.

Iða Brá Ingadóttir mun flytja gjörninginn Iðufall á opnuninni kl. 15:00.

Grafísk hönnun eftir Huga Ólafsson.

Frekari upplýsingar um sýninguna má sjá HÉR.

Viðburðinn má einnig skoða HÉR á Facebook.