Lungamjúkir skuggar
Sýningarstjórn: Sunna Dagsdóttir
Listamenn: Victoria Björk, Sindri Dýrason, Sarah Degenhardt, Kamile Pikelyte, Oliver Wellmann, Galadriel Romero, D Rosen & Inari Sandell.
Arnarhlíð 1, 102 Reykjavík
 
Í Lungamjúkum skuggum kannar Sunna Dagsdóttir leiðir til siðferðilegrar sýningagerðar, m.a. með því að velja verk sem styðja við sjálfbærni, og gaumgæfa samspil mannvera og annarra lífvera og umhverfis þeirra.
Hún segir m.a. um sýninguna.: „Á útskriftarsýningu minni hef ég lagt áherslu á að vinna með listamönnum sem sýna umhverfisvitund í verkum sínum og vekja spurningar um eðli hlutarins, efnis og efniskenndar.”
Lungamjúkir skuggar er útskriftarverkefni Sunnu til meistaragráðu í sýningagerð frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur lokið BA gráðu í listfræði og þýsku frá Háskóla Íslands (2021).
Sunna lítur á sýningagerð sína sem frásagnaraðferð, og notar sýninguna sem hugmynda- og þekkingarskapandi miðil sem byggir á sýningafræðum og öðrum tengdum fræðum, viðfangsefnum og frásagnarleiðum. Sunna hefur sýningastýrt einka- og hópsýningum á Íslandi og er meðlimur í stjórn nemendagallerísins Rýmd.
 
Opnun: 22. apríl kl. 16:00-18:00
Opið:
Fim/Fös: 16:00-18:00
Lau/Sun: 13:00-15:00