Notendur þurfa að skrá sig inn á prentarana til að prenta, skanna eða ljósrita. 

ÞAÐ PRENTAST EKKERT ÚT UR PRENTURUM NEMA ÞIÐ SKRÁIÐ YKKUR INN. 

Með þessu kerfi sendið þið prentskipun inn í kerfið og getið síðan leyst prentunina út á hvaða nemendaprentara sem þið viljið í hvaða húsi skólans sem er.  

Þetta gefur einnig kost á að senda póst á prentþjóninn með skjal í viðhengi eða skrá ykkur inn á vefsíðu og hlaða upp skjölum sem þið getið síðan leyst út á hvaða nemendaprentara sem er.  

Það fyrsta sem þarf að gera er að skrá ykkur inn og búa ykkur til pin númer  (prent.lhi.is)

Eftir að þið hafið skráð ykkur inn sjáið þið neðst í glugganum Generate Pin, smellið á það og leggið pinnið á minnið. (eða skráið það í símann ykkar) Þið eigið líka að fá póst með pinninu ykkar. 

Þá getið þið einnig tengt nemendakortið ykkar við kerfið með því að leggja kortið upp við skannann á prentaranum og skráið ykkur síðan inn með MySchool auðkennum. 

Eftir það getið þið skráð ykkur inn á prentarana með pinninu eða kortinu. 

Þið getið skráð ykkur inn á vefsíðu og hlaðið upp skjölum til prentunar.  (upload.lhi.is)

Þið getið sent skjöl sem viðhengi á prent [at] lhi.is frá skóla netfanginu ykkar. (ekkert annað netfang virkar)

Nemendur fá úthlutð ákveðnum kvóta í upphafi hverrar annar. Ef þið viljið bæta við kvótann ykkar kaupið þið voucher á skrifstofu í einhverri byggingu skólans. Skráið ykkur síðan inn á voucher.lhi.is og skráið þar kóðann sem stendur á blaðinu til að fylla á kvótann.

Til að geta prentað frá ykkar tölvu þurfið þið að setja upp prentaraskilgreiningu á tölvunum ykkar og tengja ykkur við kerfið. Það gerið þið með því að setja upp prentarann og prenta eitt skjal sem heitir notandanafninu ykkar til að við getum tengt skjalið við notandann á tölvunni ykkar.

Að setja upp prentarann á Apple tölvum:  

 1. Náið í rekil fyrir prentarann.
  Rekill fyrir prentara.
 2. Setjið upp rekilinn sem þið náðuð í. (tvísmella á pakkann og setja upp til loka - klárast með lykilorði inn á tölvuna og OK)
 3. Í System Preferences/Printers&Scanners smellið á + 
 4. Veljið IP og skráið inn IP töluna 10.150.156.104
 5. Veljið að nota Protocol LPD 
 6. Skrifið secure í Queue 
 7. Í Name nefnið prentrann Prent plús.
 8. Smellið á Use og veljið Select Software 
 9. Smellið á stækkunarglerið efst í glugganum og skrifið 308
 10. Veljið rekilinn sem þið voru að setja upp KONICA MINOLTA C308 PS
 11. Smelið á OK 
 12. Veljið Add 
 13. Veljið OK

Að setja upp prentarann á Windows tölvum: 

 1. Smellið á Start hnappinn 
 2. Skrifið í leitargluggann \\10.150.156.104 
 3. Ýtið á enter 
 4. Skráið inn lhi netfang og lykilorð
 5. Veljið Prent+ 
 6. Prentarinn verður nú settur upp á tölvunni. 

Prentið nú skjal sem þið hafið vistað með MySchool notandanafninu ykkar.

Þið þurfið ekki að leysa það út úr prentaranum. Þetta er gert til að við getum tengt notandann á tölvunni ykkar við notanda í prentkerfinu svo þið auðkennist rétt.

Ef þið viljið nánari útskýringar eða vantar hjálp vinsamlega sendið póst á hjalp [at] lhi.is