Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar listamönnum og kennurum sem hafa hug á að nota sér möguleika brúðuleiklistarinnar í kennslu/ miðlun. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu verður farið ítarlega í sögu, forsögu og notkun brúðuleiklistarinnar í heiminum síðustu aldir. Nemendur munu í framhaldi vera kynntir fyrir grunntækni og frekari möguleikum sem felast í sjö megin gerðum brúðuleiklistarinnar: Skuggabrúðuleikhúsi, Stangarbrúðum, Strengjabrúðum, Handbrúðum, Kjaftbrúður (Prúðuleikararnir, Latibær), Bunraku-Borðbrúður og Grímu- og Hlutaleikhúsi. Áhersla er lögð á færni í að draga fram styrkleika og veikleika mismunandi leikbrúðuforma sem gerir nemendum fært að greina á skilvirkan hátt á milli þeirra óteljandi möguleika sem listformið býður upp á. Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ensku, það fer eftir nemendahóp.
 
Námsmat: Ritgerðarsmíð og verklegar æfingar unnar í hóp.
 
Kennari: Bernd Ogrodnik.
 
Staður og stund: Laugarnes, þrír fimmtudagar kl. 13.00-15.50 og einn laugardagur kl. 10.00-15.00  (23. nóv).
 
Tímabil: 7. nóvember til 23. nóvember 2019. 
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.