Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á að tileikna sér þekkingu og leikni í hefðbundnu læsi sem og nýlæsi. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Markmið námskeiðsins er að stuðla að því að þátttakendur öðlist skilning á læsi í víðum skilningi, ekki síst með hliðsjón af kennslu og miðlun.
 
Nemendur bera einnig saman hefðbundið læsi og nýlæsi (miðlalæsi, víðlæsi, myndlæsi) og velta því fyrir sér hvers eðlis hið síðarnefnda sé og hver þáttur þess geti verið í námi og starfi.
 
Nemendur munu glíma við hugtökin læsi, sköpun og samskipti með tilliti til merkingar, túlkunar og skilnings. Ennfremur verða skoðuð tengsl hugsunar og læsis einkum með hliðsjón af skapandi og gagnrýninni hugsun.
 
Námsmat: Verkefni.
 
Kennari: Ingimar Ólafsson Waage. 
 
Staður og stund: Laugarnes, föstudagar kl. 9.20-12.10. 
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Einingar: 2 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: Námskeiðið er opið kennurum og listafólki með BA gráðu/ sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249