Tónlistardeild

Tónsmíðar M.Mus

26 ECTS tónsmíð og 4 ECTS greinargerð

Lokaverk er flutt á tónleikum eða sýningu. Um getur verið að ræða eitt eða fleiri verk (portfólíó).
Nemandi getur lagt áherslu á fjölbreytileika í stíl, tegund eða þverfaglega nálgun t.d. innsetningu, tón- eða dansleikhús.
Enn fremur getur nemandinn lagt áherslu á flutning tónlistar sinnar sem hljóðfæraleikari eða stjórnandi.
Nemandi skrifar u.þ.b. 4 þúsund orða greinargerð þar sem hann setur tónsmíðar sínar í samhengi og gerir grein fyrir fagurfræðilegum, tónlistarlegum og tæknilegum áherslum sínum.

 

2019 - 2020

Kennsluskrá

1. ár Haustönn 
Tónsmíðar
COM1TM / 13 ECTS
A
S
Hljóðfærafræði *
INO0104TM / 4ECTS
A
B
Raftækni/ hljóðfræði *
EST0104TM / 4ECTS
A
B
Rannsóknir á íslenskri tónlist
RIM1TM / 5 ECTS
F
S
Deilan
MHV10002DE / 2 ECTS
F
S
Music in Dialogue
MID0104TM / 4 ECTS
F
S
Val
2 ECTS
V
1. ár Vorönn
Tónsmíðar II
COM2TM / 15 ECTS 
A
S
Hljóðfærafræði *
INO0204TM / 4ECTS
A
B
Raftækni/ hljóðfræði *
EST0204TM / 4ECTS
A
B
Val
11 ECTS
V
2. ár Haustönn
Tónsmíðar III
COM3TM / 15 ECTS
A
S
Hljóðfærafræði *
INO0304TM / 4ECTS
A
B
Raftækni/ hljóðfræði *
EST0304TM / 4ECTS
A
B
Val
11 ECTS
V
2. ár Vorönn
Lokaverkefni: tónsmíð
FPMUTM / 26 ECTS
F
S
Lokaverkefni: greinargerð
FPMUTM / 4 ECTS
F
S
 
 
 
 
 
 
*Aðalfagsval, nemandi velur annaðhvort hljóðfærafræði eða raftækni/hljóðfræði.
**Valið endurspeglar áherslur nemandans. Ef um þverfaglega nálgun er að ræða er reiknað með því að nemandi velji a.m.k. 12 einingar á viðkomandi listasviði á námstímanum. Ef lögð er áhersla á flutning eigin tónlistar er reiknað með að nemandi taki amk. 12 einingar í hljóðfæri/söng eða stjórnun á námstímanum.

 

Hæfniviðmið námsbrautar

Þekking

Að loknu námi býr nemandi yfir þekkingu á sviði tónlistar. 
Í því felst að nemandinn:

 • þekki fagleg viðfangsefni tónlistar og álitamál,
 • hafi aflað sér þekkingar með rannsóknum og listsköpun,
 • geti fært rök fyrir eigin úrlausnum,
 • þekki til helstu strauma, kenninga, aðferða og verka á sviði tónlistar,
 • þekki til ólíkra rannsóknaraðferða á fagsviði tónlistar,
 • hafi þekkingu á siðfræði tónlistar.

Leikni

Að loknu námi getur nemandi beitt aðferðum og verklagi á sviði tónlistar. Í því felst að nemandinn:

 • hafi tileinkað sér viðeigandi vinnubrögð og aðferðir til sköpunar og/eða flutnings á tónlist,
 • hafi kunnáttu til að greina tónlist og miðla niðurstöðum hennar á ólíkan hátt,
 • geti skilið og tekist á við flókin viðfangsefni innan tónlistar í fræðilegu samhengi,
 • geti nýtt þekkingu sína og skilning í faglegri vinnu og starfsumhverfi tónlistar,
 • hafi náð tökum á og geti beitt viðeigandi aðferðum, tækni og/eða hugbúnaði við útfærslu á verkum,
 • geti aflað gagna, greint þau og metið í rannsóknar- og listsköpunarferli,
 • geti sýnt frumleika í verki, beitt innsæi og ímyndunarafli til hvers konar tónlistariðkunar,
 • geti nýtt þekkingu sína, skilning og úrlausnarhæfni við nýjar og ókunnuglegar aðstæður og í þverfaglegu samhengi tónlistar og tengdra fræða,
 • geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir og þróað verkefni og sett í samhengi við kenningar fagsviðs tónlistar,
 • hafi getu og innsæi til að samþætta þekkingu og takast á við flókin viðfangsefni tónlistar og miðla þeim á viðeigandi hátt,
 • geti þróað og beitt rannsóknaraðferðum í tónlist,
 • sé læs á og geti gagnrýnt eigin verk og annarra á faglegum forsendum og komist að sjálfstæðum og rökstuddum niðurstöðum.

Hæfni

Að loknu námi getur nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/ eða frekara námi. Í því felst að nemandinn:

 • hafi þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæði í tónlist til að geta tekist á við frekara nám,
 • geti átt frumkvæði að listrænum verkefnum, geti tekið virkan þátt í og leitt samstarf og axlað ábyrgð á eigin vinnu og annarra,
 • geti þróað og sett fram margbrotin viðfangsefni tónlistar, einn eða í samstarfi við aðra og greint út frá faglegum forsendum á almennum og sérhæfðum vettvangi,
 • hafi hæfni til að setja fram og lýsa faglegum viðfangsefnum tónlistar í ræðu og riti á ensku,
 • geti tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær,
 • geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu til þess hvenær mismunandi greiningaraðferðir eigi við í rannsóknum og tónlistariðkun.
A Aðalfag
F Fræði
S Skylda
V Val

Námsleiðir í meistaranámi í tónsmíðum

 

Kennsluskrá

Rennið niður síðuna til að skoða kennsluskrána.