Á vormisseri 2020 munu eiga sér stað tímabundnar mannabreytingar í myndlistardeild

Sigrún Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar, mun hefja rannsóknarleyfi þann 1. febrúar næstkomandi sem mun standa til 15. júní 2020. Jóhannes Dagsson, lektor og fagstjóri fræða í MA námi mun gegna stöðu deildarforseta á þessu tímabili. Bryndís Snæbjörnsdóttir, prófessor og fagstjóri meistaranáms í myndlist mun einnig vera í rannsóknaleyfi á sama tímabili og mun Bjarki Bragason, lektor og fagstjóri í BA-námi leysa hana af. Sirra Sigrún Sigurðardóttir mun koma inn í BA-námið í fjarveru Bjarka, en hún er okkur að góðu kunn sem stundakennari og framúrskarandi myndlistarkona. Mun Sirra Sigrún sinna fagstjórn og kennslu í BA-námi ásamt Heklu Dögg Jónsdóttur og Carl Boutard.

Haustið 2020 verður með hefðbundnu sniði en þá mun Ólöf Nordal, dósent og fagstjóri BA náms koma til baka úr leyfi, en hún hefur undanfarið ár unnið að viðamiklum yfirlitsýningum yfir feril sinn í Listasafni Reykjavíkur.