Leiðbeiningar fyrir uppsetningu fjaraðgangs

Við mælum með að nota Firefox vafrann eingöngu fyrir fjaraðgang að gagnasöfnum sem LHÍ hefur aðgang að. Hægt er að stilla Firefox vafrann til að nota fjaraðganginn og það hefur þá ekki áhrif á aðra netumferð.  Proxy þjónn LHÍ veitir eingöngu aðgang að þeim síðum sem fjaraðgangurinn krefst en lokar á aðra umferð. Það þýðir að ef stillingarnar eru settar á nettengingar í heild þarf að taka stillingarnar af til að komast um á netinu. Firefox er einn af fáum vöfrum sem gefa kost á að stilla fjaraðgang eingöngu fyrir þann vafra.

  1. Opnið Firefox vafrann (setjið hann upp ef hann er ekki til staðar á tölvunni)
  2. Veljið Firefox/Valkostir (e. Preferences) ⌘,
  3. Neðst i glugganum sem opnast eru stillingar fyrir net milliþjón
  4. Skráið inn stillingarnar eins og sýnt er hér fyrir neðan.

proxy.jpeg

Næst þegar þið opnið síðu í Firefox spyr vafrinn um mySchool notandanafn og lykilorð. Munið að haka við að vista lykilorðið.

 

Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig má setja upp fjaraðgang.
 

 

Séráskriftir bókasafns Listaháskóla Íslands

ABM 

(Art Bibliographies Modern): Útdrættir um myndlist, hönnun og ljósmyndun á 20. öld. 

DAAI 

(Design and Applied Arts Index): Hönnun og listiðnaður, þar sem áhersla er lögð á 20. aldar hönnun.

IIPA 

(International Index to Performing Arts): Gagnasafn á sviði leiklistar, sviðslistar, danslistar og kvikmynda.

IPA Source

IPA Transcriptions and Literal Translation of Songs and Arias. Stærsta alþjóðlega hljóðritunarkerfið fyrir texta úr óperuaríum og sönglögum og inniheldur nú yfir 5000 texta.

JSTOR 

Þverfaglegt gagnasafn allra efnissviða. Mikið efni um tónlist.

 

Um fjaraðganginn 

Kennarar og nemendur LHÍ geta fengið fjaraðgang að staðarneti skólans í gegnum sk. sýndarnet (e.proxy) sem hver og einn þarf þá að setja upp aðgangstillingar að í sinni tölvu. 

 Með þessu geta notendur skoðað greinar í séráskriftum bókasafnsins sem annars eru einungis aðgengileg á tölvum á staðarneti skólans.