Nemendur í sumarnámskeiðum LHÍ,  efna til tónleika á 1. hæð Hörpu.
 
Tónleikarnir verða á milli miðvikudaginn 1. júlí milli 13 og 17 og fimmtudaginn 2. júlí kl. 17.
 
//
 
Á miðvikudaginn verða opnir tónleikar í sumarnámskeiðinu fiðla, selló og kammertónlist  á milli kl. 13 og 17 í Hörpu. Nemendur, munu spila hluta af þeim  verkefnum, sem þeir lærðu á 9 daga námskeiði. Einleikur á fiðlu og selló auk þess, sem kammerhópar munu koma fram. Lögð hefur verið sérstök áhersla á verk eftir L. van Beethoven, en í ár eru liðin 250 ár frá fæðingu hans.
 
Viðburðurinn hefst kl.13.00 og gæti orðið allt að 4 tímar en opið er fyrir alla sem vilja koma og hlusta í lengri eða skemmri tíma. Nemendurnir eru á hinum ýmsu stigum og á mismunandi aldri, allt frá 12 ára og upp í fólk í mastersnámi á háskólastigi.
Búast má því við mikilli fjölbreytni.
 
Kennarar í námskeiðinu eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Jane Ade Sutarjo og Sigurður Bjarki Gunnarsson.
 
//
 
Nemendur í sumarnámskeiðinu Óperusöngvarinn munu sýna afrakstur vinnu sinnar „Aríur í rými“í Hörpu fimmtudaginn 2. júlí kl 17:00 og flytja þau eina aríu hvert.
 
Á námskeiðinu sem er samstarfsverkefni LHÍ og Söngskóla Sigurðar Demetz hafa nemendur unnið með eina aríu með það í huga að undirbúa áheyrnarprufur. Þau hafa kafað í verkefni sín og unnið þverfaglega út frá leiktækni, líkama og söngtækni. Þau hafa fengið að kynnast ýmsu um „bransann“ hvernig hann virkar og hver þróunin er, hvernig hægt er að vinna með og tileinka sér texta á ólíkum tungumálum, hvernig virka umboðsmannakerfi, fyrirsöngur fyrir skóla, óperuhús eða þátttaka í keppnum. Þau hafa prófað að fara í áheyrnarprufu og að sitja í dómnefnd. Í lok námskeiðs hafa nemendur svo unnið með leikstjóra að sviðsetningu aríunnar.
 
Leiðbeinendur og fyrirlesarar námskeiðsins eru Antoníu Hevesi,
Bjarni Snæbjörnsson, Dísella Lárusdóttir, Bjarni Thór Kristinsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Þóra Einarsdóttir.