HEIMA
Búi Bjarmar Aðalsteinsson

Búi Bjarmar er vöruhönnuður og rekur hönnunarstúdíóið Grallaragerðin. Hann hefur meðal annars starfað við uppbyggingu skapandi verkefna innan fangelsa á Íslandi, bættri nýtingu á affallsafurðum úr grænmetisrækt og nýtingu skordýra í matvæli. Búi hefur einnig kennt sem stundakennari við vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Búi stundar nú mastersnám í samfélagsmiðaðri hönnun við hönnunarakademíuna í Eindhoven, Hollandi.
 
Síðan í ársbyrjun 2019 hefur Búi unnið með UNICEF á Íslandi að verkefninu HEIMA. Með verkefninu er móttaka barna í leit að alþjóðlegri vernd skoðuð útfrá sjónarhóli barnanna. Markmiðið er að geta framfylgt skuldbindingum Íslands um móttöku barna þar sem velferð barnanna er höfð að leiðarljósi. Verkefnið fylgir hugmyndafræði mannmiðarar hönnunar og meðal styrktar- og samstarfsaðila verkefnsins voru Listaháskóli Íslands og Hönnunarmiðstöð.
 
Búi heldur fyrirlestur um verkefnið þriðjudaginn 24. september klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.
Í fyrirlestrinum mun Búi fjalla um hvernig tól úr verkfærakistu hönnuða nýtast við kortlagningu og samtöl auk þess að skapa yfirsýn og lausnamiðað vinnuumhverfi.
 
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku, öll velkomin!
 
 
unc_logo.png