Fornafn: 
Bjarki Bragason

Bjarki Bragason nam myndlist við Listaháskóla Íslands, Universität der Künste Berlin og lauk MFA námi frá California Institute of the Arts í Los Angeles árið 2010. Í verkum sínum fjallar Bjarki gjarnan um árekstra í tíma, og rekur breytingar í gegn um skoðun á samskeytum tímabila, í jarðfræði, plöntum og arkitektúr. Bjarki hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum alþjóðlega. Meðal einkasýninga má telja Past Understandings í Kunsthistorisches Museum, og Desire Ruin í Naturhistorisches Museum í Vínarborg, The Sea í Schildt Stofnuninni í Tammisaari og Hluti af hluta af hluta í Listasafni ASÍ. Meðal nýlegra samsýninga eru RÍKI: flóra, fána, fabúla í Listasafni Reykjavíkur, Imagine the Present í St. Paul St. Gallery, Auckland og Infrastructure of Climate í Human Resources, Los Angeles. Bjarki hefur stýrt sýningum og tekið þátt í listrannsóknarverkefnum í samstarfi við myndlistarmenn, arkitekta, fornleifafræðinga og jarðvísindamenn. 

Deild á starfsmannasíðu: