Sverrir Páll Sverrisson er menntaður tölvunarfræðingur og verkefnastjóri. Hann lauk B.S. gráðu í tölvunarfræði 2016 og MPM (Master of Project Management) gráðu 2021, báðum frá Háskólanum í Reykjavík.
Sverrir Páll hefur starfað í hugbúnaðargeiranum frá árinu 2015 ásamt því að sinna hinum ýmsu verkefnum á sviði viðburða- og verkefnastjórnunar. Hann hefur meðal annars gegnt starfi framkvæmdastjóra Elju kammersveitar frá árinu 2020 og komið að uppsetningu fjölda viðburða og verkefna Hamrahlíðarkórsins síðustu ár.