Í kennsluverkefninu Hvernig má vekja áhuga hjá börnum fyrir framandi fyrirbærum í náttúrunni í gegnum myndlistarverkefni? er stefnt að því að vekja forvitni hjá börnum fyrir hinu stóra og smáa í umhverfinu með teikniverkefnum og grenndarnámi í formfræði með vísun í samþættingu á myndlist og náttúrufræði. Nemendurnir nota vinnuaðferðir myndlistarmanna sem hafa ýmist unnið með sjálfbæran efnivið eða lífræna formfræði í verkum sínum.

Heimasíða Barnaskóla Hjallastefnunnar við Hjallabraut: http://www.hjalli.is/bsk7610/

Texti við mynd: Speglateikning, teiknað með báðum höndum í anda myndlistarmannsins Dieter Roth.