Páll Ragnar  Pálsson varði doktorsritgerð sína Melodies in the Poetry Book of Father Ólafur from Sandar: Relious Songs  from Early 17th Century Iceland við Tónlistar- og leiklistarakademíuna í Eistlandi, miðvikudaginn 15. janúar, 2014. Prófessor Páls var Urve Lippus PhD, tónlistarfræðingur. Andmælandi var Erkki Tuppurainen PhD, guðfræðingur og organisti, fyrirverandi prófessor við Sibelius akademíuna í Finnlandi. Í ritgerðinni greindi Páll tónlistina úr handritinu eftir aðferðum Urve Lippus, sem skrifaði doktorsritgerð sína um línulaga hugsun í tónlist, byggða á rannsóknum sínum á þjóðlagaarfi Finnó–Úgrísku þjóðanna umhverfs Eistrasalti. Einnig kom Páll inn á hvernig tónsmíðar hans og rannsóknarefni tengjast.

Eftir að Páll lauk við BA gráðu í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands árið 2007 flutti hann til Tallinn þar sem hann lauk við MA gráðu tveim árum síðar og hélt beint áfram í doktorsnám. Kennari Páls í tónsmíðum var Helena Tulve, en hún er einmitt væntaleg til Íslands í tengslum við tónleika Caput á Myrkum músíkdögum þar sem flutt verður tónlist þeirra beggja. Tónleikarnir verða  laugardaginn 1. febrúar, kl. 12:00 í Fríkirkjunni. Helena mun einnig heimsækja tónsmíðadeild Listaháskólans, kynna tónlist sína og leiðbeina nemendum.