Opnunarverkið er eftir Hildigunni Sverrisdóttur, aðjúnkt og fagstjóra arkitektúrbrautar en hún sýnir þar verkið Inni í Minni sem er skírskotun til innviða mannslíkamans, konunnar og feminísks arkitektúrs.

Fyrr í haust var opnað sýningarrými í bókasafni skólans í Laugarnesi. Rýmið hefur hlotið nafnið Kistan en það er sérstaklega ætlað bókverkum þótt önnur verk verði einnig sýnd. Ragnhildur Jóhannsdóttir og Helga Pálína Brynjólfsdóttir hafa þegar sýnt bókverk í Kistunni. Þar hafa einnig verið samsýningar á bókverkum í eigu safnsins og á verkum nemenda listkennsludeildar í námskeiðinu Bókverk. 

Í Minni og Kistunni er gert ráð fyrir að sýningar standi í 3 vikur. Núverandi og fyrrverandi kennurum og nemendum skólans standa þessi sýningarrými til boða. Þeir sem hafa áhuga á að sýna verk sín er bent á að hafa samband við

Bókasafn Listaháskóla Íslands er stærsta sérfræðibókasafn landsins á sviði lista og sérhæfir sig í safnkosti eftir deildum skólans á hverjum stað. Efni um tónlist, leiklist og dans er á safninu á Sölvhólsgötu, myndlist og listkennsla í Laugarnesi og loks arkitektúr, fatahönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun á safni skólans í Þverholti.
Almenningi býðst að kaupa lánþegaskírteini á 2000 kr. sem gildir í eitt ár í senn.