Lauren Barri Holstein gjörningalistakona og danshöfundur beinir sjónum að birtingarmyndum kyns og táls í post feminísku menningarsamfélagi, þar sem hún veltir fyrir sér notkun kvenlíkamans sem pólitísks valdeflingartækis.

Verk hennar er á mörkum Live Art, dans, leikhúss og myndlistar þar sem hún leikur sér á mörkum afþreyingar og leiðinda, ánægju og auðmýkingar, raunveruleikans og skáldskaparins, árangurs og mistaka. Í verkum sínum fjallar hún um það hvað það þýðir að vera kona og staðsetur eigin líkama í miðju verka sinna. Lauren vinnur undir nafninu The Famous Lauren Barri Holstein. Lauren er einnig doktor í sviðslistafræðum og kennir við Queen Mary, University of London.

Sjá meira:  http://www.thefamousomg.com