Allir þátttakendur eru konur en verkin sem flutt verða eru einleiksverk og verður frumsýndur sólódans við hvert þeirra. Sýningin hefst í anddyri Norrænahússins og síðan verða áhorfendur leiddir frá einu verki til annars í gegnum húsið, en ferðalagið endar svo aftur á upphafsstaðnum. Sýning þessi er haldin í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna og er markmiðið með henni að fagna tjáningarfrelsinu og því sem áunnist hefur í baráttu kvenna fyrir jafnrétti.

Þau tónskáld sem í hlut eiga eru: Anna Þorvaldsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Karólína Eiríksdóttir og Þuríður Jónsdóttir.
Danshöfundar eru: Ólöf Ingólfsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Steinunn Ketilsdóttir aðjúnkt við samtímadansbraut LHI, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, lektor og fagstjóri samtímadansbrautar LHI og Valgerður Rúnarsdóttir.
Hljóðfæraleikarar eru: Eydís Franzdóttir, óbó, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, selló, Pamela De Sensi, kontrabassaflauta, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó og Una Sveinbjarnardóttir, fiðla.
Dansarar eru: Eydísi Rós Vilmundardóttir, Díana Rut Kristinsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Mina Tomic, Una Björg Bjarnadóttir

Tónleikarnir hefjast kl. 15:15 og er aðgangseyrir kr. 2000 og  kr. 1000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.

Verkefnið er unnið í samstarfi við dansbraut LHÍ og er styrkt af Hlaðvarpanum.