Listamenn, hönnuðir, sýningarstjórar, listrænir stjórnendur, fræðafólk og aðrir þeir sem starfa á sviði lista, menningar og menntunar eru hvattir til að senda inn tillögu að framlagi á Hugarflugi 2016.

Um leið eru þátttakendur hvattir til að notfæra sér fjölbreyttar aðferðir og miðla listanna til að finna framlagi sínu viðeigandi umgjörð, s.s. í formi sjónræns eða hljóðræns efnis, gjörninga eða flutnings í rauntíma, í formi lengri eða styttri málstofa, pallborðsumræðna, samtalsforms eða blöndu af þessu, hvort sem um er að ræða verk í vinnslu eða niðurstöður verkefna sem er lokið.

 

●      Styttri málstofur (Pecha Kucha): 1,5 klst (5-7 þátttakendur, 7 mín á mann)

●      Lengri málstofur: 1,5-2 klst (3-4 þátttkendur, 30 mín á mann)

●      Pallborðsumræður: 60 mín

●      Stök erindi: 30 mín

●      Sýning/flutningur: allur dagurinn, getur farið fram á göngum eða öðrum rými utan fyrirlestrasala

●      Annað: tilgreinið hvort þið viljið 30 mín eða 60 mín pláss í dagskrá

 

Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans og verður nú haldin í fimmta sinn. Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun á fræðasviði lista, með áherslu á listrannsóknir og þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu.

Tillögur skulu innihalda nafn, starfstitil og netföng þátttakenda, ásamt lýsingu sem ekki er lengri en 300 orð, og sendast á netfangið olofg [at] lhi.is

Frestur til að senda inn tillögur hefur verið framlengdur til 11. janúar.

Ráðstefnunefnd:

Berglind María Tómasdóttir, aðjúnkt og fagstjóri við tónlistardeild

Einar Torfi Einarsson, aðjúnkt við tónlistardeild

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við hönnunar- og arktiektúrdeild og listkennsludeild

María Dalberg, MA nemi í myndlist og fulltrúi rannsóknanefndar í ráðstefnunefnd

Tinna Gunnarsdóttir, aðjúnkt í vöruhönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumaður rannsóknaþjónustu

vefur-528x313.png