Í nýjasta tölublaði HA, tímariti Hönnunarmiðstöðvar Íslands, sem kom út 12. maí, er að finna greinina Horft til framtíðar.

Í greininni, sem er rituð af akademísku starfsfólki hönnunar- og arkitektúrdeildar er sjónum beint að því hvernig nemendur við deildina kljást við verðug viðfangsefni þar sem áhersla er lögð á samvinnu, rannsóknir og að efla læsi á vanda samtíðarinnar.

Inngangur greinarinnar er ritaður af Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta en aðrir höfundar eru Lóa Auðunsdóttir, aðjúnkt í grafískri hönnun, Thomas Pausz, aðjúnkt í vöruhönnun, Katrín María Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri í fatahönnun, Steinþór Kári Kárason, prófessor og fagstjóri í arkitektúr, Massimo Santanicchia, lektor í arkitektúr og Dóra Ísleifsdóttir, prófessor og fagstjóri meistaranáms í hönnun.

HA, sem er gefið út af Hönnunarmiðstöð Íslands, miðar að því að efla þekkingu á hönnun og arkitektúr. Tímaritið er bæði á íslensku og ensku og kemur út tvisvar á ári. Það fæst í verslunum Eymundsson og flestum hönnunartengdum verlsunum á höfuðborgarsvæðinu. Allir aðildarfélagar Hönnunarmiðstöðvar fá tímaritið sent heim, eða rúmlega 1000 fagmenntaðir hönnuðir og arkitektar.

Heimasíða HA

Facebook-síða HA