Skynjunarslóðinn

 
Nemendur við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands bjóða börnum og foreldrum þeirra að upplifa ferðalag um skynjunargöng í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 21. apríl ´18 á milli kl. 13 og 16.
 
Eftir ferðalagið í gegnum göngin býðst þátttakendum að skrúfa frá sköpunarkrananum á staðnum, í því listformi sem þeir kjósa sér.
 
Viðburðurinn er hluti af meistaraverkefni útskriftarnema listkennsludeildar, sem og dagskrá Barnamenningarhátíðar ´18, og er fyrir börn sjö ára og eldri og forráðamenn þeirra.
 
Hámark átta þátttakendur geta tekið þátt í senn. Sýnt á heila tímanum milli 13 og 16.
 
Aðgangur á alla viðburði Barnamenningarhátíðar er ókeypis. Það eina sem þarf að gera er að mæta tímanlega og tryggja sér pláss. Opnað verður fyrir skráningu 15 míntútum áður en viðburðurinn hefst.